MarÝa Maack | mßnudagurinn 22. maÝá2017

Fjˇr­ungs■ing Ý BolungarvÝk

BolungarvÝk
BolungarvÝk

62. Fjórðungsþing verður haldið í Félagsheimili Bolungarvíkur miðvikudaginn 24. maí nk.

Dagskrá þingsins verður eftirfarandi.

 

  1. Skýrsla stjórnar og rekstareininga, sem FV ber ábyrgð á.
  2. Afgreiðsla ársreikninga og skýrslu endurskoðenda FV og rekstareininga sem FV ber fjárhagslega ábyrgð á.
  3. Endurskoðuð fjárhagsáætlun starfsársins og ákvörðun um árstillag.
  4. Kosning stjórnar og varastjórnar og kosning formanns, nema á kosningaári til sveitarstjórna, en þá er kosningu frestað til haustþings.
  5. Kosning í fastanefndir, nema á kosningaári til sveitarstjórna, en þá er kosningu frestað til haustþings.
  6. Laun og þóknun til stjórna og nefnda.
  7. Kosning endurskoðanda eða endurskoðendafyrirtækis.
  8. Ákvörðun dagsetningar haustþings og umfjöllunarefnis.
  9. Önnur mál löglega fram borin

a. Breyting á samþykktum FV, 4. gr. Fulltrúar á Fjórðungsþingi og atkvæðavægi

b. Innviðabylting á Vestfjörðum. Ásgeir Margeirsson, formaður stjórnar Vesturverks

c. Vestfjarðastofa. Vinnufundur um mótun framtíðarsýnar Vestfjarðastofa. Arnar Jónsson og Róbert Ragnarsson, Capacent.

 

Rétt er að vekja athygli á því að 4. og 5. liður dagskrár er ekki virkur á þessu þingi þar sem kosið var á 61. Fj.þingi samkvæmt 5. og 9. gr samþykkta.

 

Þingslit eru  áætluð um kl. 17.00

 

Hægt er að nálgast þinggögn á síðu  þingsins http://vestfirdir.is/fjordungssambandid/62_fjordungsthing_2017/

LÝna Bj÷rg Tryggvadˇttir | mßnudagurinn 20. marsá2017

═b˙afj÷ldi ß Vestfj÷r­um stendur nßnast Ý sta­ ß milli ßra.

Í byrjun árs 2017 voru landsmenn 338.349 en landsmönnum hefur fjölgað um 5.820 frá sama tíma árið áður eða 1,8% samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands.


Íbúafjöldi á Vestfjörðum 1. janúar 2017 eru samkvæmt hagstofu 6.870 manns eða um 2,03%  af íbúafjölda landsins. Í byrjun árs 2016 voru Vestfirðinga 6.883 og hefur því fækkað um þrettán manns á milli ára er greinilegt að fækkunin á svæðinu er að hægja á sér og er líklega hægt að þakka það mikli uppbyggingu atvinnu á Vestfjörðum, og þá sér í lagi á sunnanverðum Vestfjörðum.


Nßnar
Sk˙li Gautason | f÷studagurinn 10. marsá2017

List fyrir alla

List fyrir alla auglýsir eftir umsóknum um listviðburði eða verkefni á sviði barnamenningar fyrir grunnskólabörn.

 

List fyrir alla er barnamenningarverkefni á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytis, sem ætlað er að miðla listviðburðum til barna og ungmenna um land allt og jafna þannig aðgengi barna á grunnskólaaldri að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag.

 

Starfandi listamenn, stofnanir og aðrir lögaðilar er sinna barnamenningu á einhvern hátt geta sótt um. Umsóknarfrestur er til 29. mars nk. Nánari upplýsingar má finna hér.

SÝ­a 1 af 182

Svipmynd