Ein af myndum ┴g˙star
Ein af myndum ┴g˙star
1 af 2

Miðvikudaginn 19. mars mun áhugaljósmyndarinn Ágúst G. Atlason opna ljósmyndasýningu á kaffihúsinu Langa Manga (www.langimangi.is) kl. 17:00. Nefnist sýningin NV Vestfirðir og er það skírskotun í norðanverðir Vestfirðir. Sýndar verða landslagsmyndir frá svæðinu og  eru allar myndirnar prentaðar á striga í stærðinni 50x70cm. Þetta er fyrsta ljósmyndasýning Ágústar.

Einnig tekur Ágúst þátt í samsýningu ljósmyndara og áhugaljósmyndara í  Edinborgarhúsinu, en sú sýning hefst kl. 18:00 sama dag. Ágúst hefur fengist við ljósmyndun síðan 1990, en skoða má sýnishorn af myndum hans á http://gusti.is og
http://flickr.com/druzli.

Svipmynd