Á fundi stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga þann 29. október s.l. var tekin fyrir beiðni stjórnar Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða um að Fjórðungssambandið komi tímabundið að framkvæmdastjórn félagsins vegna starfsloka framkvæmdastjóra þess.

 

Á fyrrnefndum fundi stjórnar Fjórðungssambandsins var samþykkt að fela framkvæmdastjóra Fjórðungssambands Vestfirðinga, Aðalsteini Óskarssyni að taka tímabundið við framkvæmdastjórn Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða, samhliða núverandi störfum.  Jafnframt var formanni og framkvæmdastjóra falið að ganga frá samningi þess eðlis við stjórn Atvinnuþróunarfélagsins.

Svipmynd