| mi­vikudagurinn 6. febr˙ará2008

Frˇ­leikur um ÷skudaginn Ý Safnah˙sinu

Ískudagur ß HˇlmavÝk - ljˇsm. Arnar S. Jˇnsson
Ískudagur ß HˇlmavÝk - ljˇsm. Arnar S. Jˇnsson
Fróðleikur um bolludag, sprengidag og öskudag hefur verið settur upp á 2. hæð Safnahússins á Ísafirði. Meðal þess sem er til sýnis eru gamlar og nýjar maskamyndir. Mánudagurinn í 7. viku fyrir páska nefnist bolludagur en á Ísafirði kallast hann líka maskadagur. Flengingar og bolluát eiga rót í kaþólskum sið en til Íslands bárust siðirnir seint á 19. öld. Erlendis tíðkaðist að slá köttinn úr tunnunni þennan dag og vitað er um slíkt athæfi hér á landi fyrir 1870.

Þriðjudagurinn í 7. viku fyrir páska nefnist sprengidagur. Í heimildum frá miðri 18. öld er dagurinn tengdur kjötáti og var hangiket lengi helsti veislukosturinn, enda salt ekki á hvers manns borðum í þá daga. Sá siður að borða saltkjöt og baunir á sprengidag var orðinn þekktur hér á landi á síðari hluta 19. aldar og varð fljótt almennur. Þess má geta að orðið sprengi á ekki eiga uppruna sinn í því að borða uns maður springur, eins og margir halda, heldur kemur það úr þýsku og þýðir að skvetta vígðu vatni á kirkjugesti.

Miðvikudagurinn í 7. viku fyrir páska nefnist öskudagur. Hann markar upphaf lönguföstu sem stendur allt til páskadags. Nafnið, sem þekkt er hérlendis allt frá 14. öld, á rætur í þeim kaþólska sið að dreifa ösku yfir iðrandi kirkjugesti þennan dag. Sá gamli íslenski siður að hengja öskupoka á fólk á einnig rætur í þessum sið kaþólsku kirkjunnar.

Frétt af www.bb.is.

Svipmynd