| ■ri­judagurinn 8. jan˙ará2008

Styrkir til nßmsgagnager­ar

Menntamálaráðuneytið hefur auglýst eftir umsóknum um styrki úr Þróunarsjóði námsgagna og er hægt að nálgast allar frekari upplýsingar og umsóknareyðublað undir þessari slóð: menntamalaraduneyti.is/frettir/Auglysingar/allar/nr/4367. Nokkrar af þeim umsóknum sem bárust Menningarráði Vestfjarða fyrir fyrstu úthlutun 2007 snérust um námsgagnagerð og safnkennsluefni tengt menningararfinum, en fengu ekki stuðning að þessu sinni. Menningarfulltrúi hefur nú bent þessum umsækjendum á þann möguleika að sækja um styrk úr Þróunarsjóði námsgagna og annað vestfirskt skólafólk er einnig eindregið hvatt til þess að skoða þennan sjóð og sækja um stuðning við verkefni í hann.

Svipmynd